Ţorleifur og Elínborg íţróttamenn ársins 2009

  • Fréttir
  • 31. desember 2009

Körfuknattleiksmaðurinn Þorleifur Ólafsson og knattspyrnukonan Elínborg Ingvarsdóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona ársins 2009 í Grindavík í athöfn sem fram fór í Saltfisksetrinu í dag og var á vegum UMFG og afrekssjóðs Grindavíkur. Fjölmargir fylgdust með athöfninni en sérstakur gestur við afhendinguna var Grindvíkurinn Ólafur Örn Bjarnason sem hefur leikið sem atvinnuknattspyrnumaður hjá Brann undanfarin ár við góðan orðstír.

Þorleifur var einn af lykilmönnum körfuboltaliðs Grindavíkur sem varð í 2. sæti á Íslandsmótinu á síðustu leiktíð eftir æsispennandi einvígi við KR um titilinn auk þess sem hann lék með landsliðinu. Elínborg var einn af lykilmönnum kvennaliðs GRV sem stóð sig vonum framar í úrvalsdeildinni og hélt þar sæti sínu auk þess sem hún átti fast sæti í U19 ára liði Íslands sem komst í úrslit EM í sumar.

Eftirtaldir íþróttamenn og konur voru tilnefndir af sínum deildum/ félögum í kjörið að þessu sinni og fengu þeir verðlaun:
Íþróttakona Grindavíkur:
Arnfríður Ingibjörg Grétarsdóttir - Golf
Ása Dögg Aðalsteinsdóttir - Knattspyrna
Elínborg Ingvarsdóttir - Knattspyrna
Helga Hallgrímsdóttir - Körfuknattleikur
Petrúnella Skúladóttir - Körfuknattleikur
Íþróttamaður Grindavíkur:
Gilles Mbang Ondo - Knattspyrna
Hávarður Gunnarsson - Golf
Hilmar Örn Benediktsson - Sund
Páll Axel Vilbergsson - Körfuknattleikur
Scott Ramsey - Knattspyrna
Sigurpáll Albertsson - Júdó
Þorleifur Ólafsson - Körfuknattleikur

Að auki verða veittar viðurkenningar til einstaklinga fyrir Íslandsmeistaratitla, fyrsta landsleik auk sérstakra hvatningarverðlauna sem veitt voru ungum og efnilegum íþróttamönnum Grindavíkur.

 Þorleifur Ólafsson íþróttamaður Grindavíkur 2009 og Elínborg Ingvarsdóttir íþróttakona Grindavíkur 2009.

Íþróttamenn sem voru tilnefndir í kjörinu. Frá vinstri: Sigurður formaður æskulýðs- og íþróttaráðs, Sigurpáll, Scott Ramsey, Páll Axel, Hilmar, Hávarður, Luka Kostic sem tók við verðlaunum fyrir Gilles Mband Ondo og Þorleifur.

Íþróttakonurnar sem voru tilnefndar ásamt Sigurði, formaður æskulýðs- og íþróttaráðs: Petrúnella, Helga, Elínborg, Ása og Arnfríður Ingibjörg.

Þessi fengu hvatningarverðlaunin: Margrét Rut Reynisdóttir, Benóný Þórhallsson, Smári Stefánssson, Elsa Katrín Eiríksdóttir og Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir. Aftastur er Ólafur Örn.

9. flokkur stúlkna, Íslandsmeistari í körfubolta ásamt Ellerti þjálfara sínum og Ólafi Erni.

Viðurkenning fyrir fyrsta landsleik: Ólafur Örn sem afhenti verðlaunin og Sandra Ýr Grétarsdóttir og Jens Valgeir Óskarsson sem bæði spiluðu sinn fyrsta körfuboltalandsleik á árinu.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!