Flugeldasalan hafin

  • Fréttir
  • 28. desember 2009

Björgunarsveitin Þorbjörn opnaði flugeldasölu sína í björgunarmiðstöðinni í Seljabót í hádeginu. Opið er til kl. 22 en lokað frá 20-21 meðan á árlegri flugeldasýningu stendur í kvöld. Að sögn Boga Adolfssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Þorbjörns, er hann bjartsýnn á góða sölu fyrir þessi áramót en þetta er lang mikilvægasti teljuliður sveitarinnar.

Opnunartími flugeldasölunnar er sem hér segir:
28 des. 12-22    (lokað frá 20-21 meðan á flugeldasýningu stendur)
29 des. 12-22
30 des. 12-22
31 des. 10-16

Á þrettándanum þann 6. janúar 2010 verður opið frá kl. 14-18.

Á efri myndinni eru Ármann Sveinsson og Björgvin Björgvinsson með sýnishorn af því besta sem boðið er upp á en á neðri myndinni er Bogi formaður.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir