Flugeldasýning Björgunarsveitarinnar í kvöld

  • Fréttir
  • 28. desember 2009

Í tilefni af dagskránni Byggð bernsku minnar sem fram fer í kvöld, tileinkuð 90 ára afmæli Tómasar Þorvaldssonar, verður Björgunarsveitin Þorbjörn með flugeldaasýningu kl. 20:00. Dagskráin sjálf hefst kl. 18 í sal björgunarsveitarinnar.

Kristinn Þórhallson og fleiri segja sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar. Tómas sinnti mörgum málum í sinni heimabyggð. Gunnar sonur Tómasar mun sýna myndir, gömul björgunartæki verða til sýnis og Kvennadeildin Þórkatla verður með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir eru velkomnir.

Þess má geta að flugeldasala björgunarsveitarinnar er hafin en þetta er stærsta fjáröflun hennar á ári hverju.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir