Gleđileg jól í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. desember 2009

Ágæti bæjarbúi! Á vegum bæjaryfirvalda í Grindavík er starfandi samráðshópur um forvarnir. Meginhlutverk þessa hóps er að stuðla að því að allir þeir sem koma að málefnum fjölskyldna í Grindavík vinni að sömu markmiðum og góð samvinna sé þeirra á meðal. Meginmarkmið forvarna er heilbrigði og hamingja barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra þannig að Grindvík standi undir nafni sem fjölskylduvænt bæjarfélag. Það er stefna Grindavíkurbæjar að styrkja fjölskylduna og treysta samheldni hennar og velferð.

Senn ganga jólin í garð, með hátíð sinni og frístundum. Þessi tími er ekki hvað síst tilvalinn til að fjölga samverustundum á heimilum. Um jól gefast stundir, sem gott er að nota til að rækta samfélagið við fjölskyldu, vini og vandamenn. Fjölmargar rannsóknir sýna að ungmennin sjálf kjósa að fjölskyldan verji meiri tíma saman og þau eru sjálf tilbúin til að leggja sitt af mörkum svo það geti orðið. Í þessu ljósi hvetur samráðshópur um forvarnir í Grindavík alla Grindvíkinga til að standa vörð um hagsmuni íbúanna og um leið bæjarfélagsins á þessari jólahátíð. Við hvetjum alla foreldra til að vera vakandi fyrir því hvað unglingarnir taka sér fyrir hendur í kringum jólahátíðina. Leyfum ekki eftirlitslaus partý. Leyfum ekki að ungmenni hópist saman til þess eins að vera með óspektir og lögbrot. Virðum lögboðin útivistartíma og verum vakandi fyrir skilaboðum sem ganga á milli ungmennanna. Mikilvægi sterkra tengsla milli unglinga og foreldra verða seint ofmetin. Niðurstöður fjölmargra rannsókna sýna að samvistartími og samvera unglinga með foreldrum og fjölskyldu hafi margvísleg jákvæð áhrif í lífi þeirra.

Ræðum við börnin okkar og setjum skýrar reglur.

Verum ábyrg og vakandi gagnvart mannlífinu í kringum okkur.
Hugum vel að börnum okkar og ungmennum.
Grindavík er fjölskylduvænn bær og hér er gott að búa. Við, sem hér búum, erum andlit bæjarins út á við. Það orð sem fer af bænum okkar veltur á hegðun okkar og framgöngu.
Með von um gleðilega jólahátíð.

Samráðshópur um forvarnir.

Kristinn J. Reimarsson Frístunda- og menningarfulltrúi
Nökkvi Már Jónsson Félagsmálastjóri og skólafulltrúi
Gunnlaugur Hreinsson Formaður UMFG
Lovísa Hilmarsdóttir F.h. Grunnskóla Grindavíkur
Kjartan Adolfsson F.h. foreldrafélags leikskólanum Laut
Laufey Hermannsdóttir F.h. leikskólans Laut
Bylgja Héðinsdóttir F.h. leikskólans Króki
Elva Guðmundsdóttir F.h. foreldrafélags leikskólanum Króki
Sigurður Ágústsson F.h. lögreglunnar
Stefanía S. Jónsdóttir F.h. Heilsugæslunnar
Páll Erlingsson F.h. Golfklúbbs Grindavíkur
Sr. Elínborg Gísladóttir F.h. Grindavíkurkirkju
Pálmar Ö. Guðmundsson F.h. Íþrótta- og æskulýðsnefndar
Otti Sigmarsson F.h. Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar
Steinþór Helgason F.h. Hestamannafélagsins Mána - Grindavík
Hrafnhildur Skúladóttir F.h. foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál