Járngerđur komin út

  • Fréttir
  • 22. desember 2009

Fimmta tölublað Járngerðar á árinu kom út fyrir helgi en þar er að finna fréttir af bæjarmálefnum. Forsíðuna prýðir mynd frá friðargöngunni í Grindavík en blaðið er að mestu helgað vígslu Hópsskóla. Þá skrifar Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri pistil undir fyrirsögninni Stöndum saman. Víða er komið við í blaðinu, menningarlífið, handverkfólk, slökkviliðið, grunnskólinn, tónlistarskólinn, GRAL og Metanólverksmiðja kemur við sögu ásamt ýmsu öðru.

Á baksíðunni er svo ávarp frá samráðshópi um forvarnir í Grindavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Járngerðar er Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi, Stapaprent sá um prentvinnu. Járngerði er einnig hægt að nálgast á hér á heimasíðu bæjarins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!