Sex Grindvíkingar útskrifast úr FSS

  • Fréttir
  • 21. desember 2009

Skólaslit haustannar og brautskráning Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram laugardaginn 19. desember. Að þessu sinni útskrifuðust 52 nemendur; 48 stúdentar, 2 úr verknámi og tveir sjúkraliðar. Karlar voru 27 og konur 25. Alls komu 36 úr Reykjanesbæ, 6 úr Grindavík, 4 komu úr Garði, 2 úr Sandgerði og einn úr Vogum. Auk þess kom einn frá Siglufirði, Akureyri og Kópavogi.

Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar.
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og voru þær fjölmargar að þessu sinni og fengu Grindvíkingar hlutfallslega langmest! Eva Dögg Óskarsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum, Katla Hlöðversdóttir fyrir líffræði og Grindvíkingurinn Anna Þórunn Guðmundsdóttir fyrir góðan árangur í stærðfræði á félagsfræðibraut. Vilhjálmur Maron Atlason fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í eðlisfræði á viðskipta- og hagfræðibraut og hann fékk einnig viðurkenningu fyrir árangur sinn í ensku, Elísabet Guðjónsdóttir fyrir þýsku og efnafræði og líffræði og Sævar Bachmann Kjartansson fyrir frönsku og líffræði og jarðfræði. Guðrún Hildur Jóhannsdóttir fékk viðurkenningar fyrir félagsfræði, spænsku og sögu. Arnþór Elíasson fékk gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og hann fékk einnig viðurkenningar fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum, ensku og spænsku.

Grindvíkingurinn Sólveig Dröfn Jónsdóttir fékk gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir góðan árangur í stærðfræði og frá Kanadíska sendiráðinu fyrir afburðaárangur í ensku og frönsku. Sólveig fékk auk þess viðurkenningar frá skólanum fyrir árangur sinn í stærðfræði á málabraut, sögu, ensku, íslensku, spænsku, dönsku og frönsku.

Sigtryggur Kjartansson fékk gjafir frá frá Verkfræðistofu Suðurnesja og Íslenska stærðfræðafélaginu fyrir góðan árangur í stærðfræði og hann fékk einnig viðurkenningu frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir árangur sinn í efnafræði. Þá fékk Sigtryggur viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í eðlisfræði, efnafræði og jarðfræði, ensku, íslensku, þýsku og dönsku auk viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði.

Að venju veitti Sparisjóðurinn í Keflavík nemendum skólans viðurkenningar fyrir góðan námsárangur og afhenti Baldur Þórir Guðmundsson þær fyrir hönd Sparisjóðsins. Guðrún Hildur Jóhannsdóttir fékk verðlaunin fyrir árangur í samfélagsgreinum og Sigtryggur Kjartansson fyrir tungumál, íslensku og stærðfræði og raungreinar. Sigtryggur hlaut einnig viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi og fékk að launum 100.000 kr. styrk frá Sparisjóðnum.

Að lokum sleit Kristján Ásmundsson skólameistari haustönn 2009.

Á efstu myndinni er Sólveig Dröfn ásamt fjölskyldu sinni.

Þorsteinn Finnbogason (fyrir miðju) rýnir í einkunnir sínar.

Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Alma Rut Garðarsdóttir.

Sólveig Dröfn með verðlaunin.

Anna Þórunn og Sólveig Dröfn í góðum félagsskap.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!