Rauđi krossinn gefur bókasafninu Íslenskuspiliđ

  • Fréttir
  • 20. desember 2009

Grindavíkurdeild Rauða kross Íslands færði Bókasafni Grindavíkur Íslenskuspilið að gjöf á dögunum. Markmið Íslenskuspilsins er að þjálfa útlendinga í málnotkun og hjálpa þeim þannig að tjá sig á íslensku sem auðveldar þeim án efa að taka þátt í íslensku samfélagi.

Íslenskuspilið er íslensk uppfinning og var unnið í samvinnu við Þekkingasetur Þingeyinga af Selmu Kristjánsdóttur. Það fékk í haust viðurkenninguna ,,European Language Label 2009" eða Evrópumerkið, sem er viðurkenning fyrir nýbreytni á sviði tungumálanáms og tungumálakennslu.

Margrét Gísladóttir forstöðumaður bókasafnsins sagði þetta kærkomna gjöf og vonast til að nýbúar nýti sér þessa bráðskemmtilegu leið til að auka færni sína í íslensku að því er segir á heimasíðu Rauða krossins.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!