Glćsileg fimleikasýning - Myndasyrpa

  • Fréttir
  • 14. desember 2009

Sunnudaginn 13. desember hélt fimleikadeild UMFG stórglæsilega fimleikasýningu í íþróttahúsinu. Jólasýningin var haldin að frumkvæði Margrétar Valdimarsdóttur þjálfara, sem kom til liðs við deildina nú í haust. Fram kom hjá henni að sýninginn hefði ekki getað orðið að veruleika nema fyrir tilstuðlan iðkendanna sjálfra og stuðningi fyrirtækja í bænum.

Í dag eru um 100 krakkar að æfa fimleika, allt frá 3ja til15 ára og komu þeir nánast allir fram og sýndu listir sínar. Fyrir hlé sýndu krakkar úr 1.-9. bekk æfingar á jafnvægisslá, trampolíni og dýnu. Eftir hlé las Lísa (úr síðasta Idoli) jólasögu sem Unnur Guðmundsdóttir og Katla M. Þormarsdóttir, nemendur úr 6. bekk sömdu. Meðan jólasagan var lesin komu hóparnir fram og sýndu atriði sín við undirleik tónlistar.
Í lokaatriði sýningarinnar komu allir þátttakendur fram í bolum, þar sem nöfn fyrirtækjanna mynduðu jólatré á bakinu. Sýninginn endaði á því að nær öll ljós í húsinu voru slökkt, þegar þau voru kveikt aftur höfu börnin raðað sér á gólfið og myndað orðið jól.

Um 350 áhorfendur mættu í íþróttahúsið og upplifðu skemmtilega og vel skipulagða sýningu. Það er óhætt að segja að sýninginn hafi tekist vel, skipulag hennar nánast óaðfinnanlegt og börnin til fyrirmyndar. Það voru því stoltir og ánægðir þjálfarar og aðstandendur fimleikadeildarinnar sem brostu breitt að lokinni sýningu.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir