Rúnar til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 11. desember 2009

Rúnar Daníelsson markvörður hefur skrifað undir eins árs samning við Grindavík. Hann er 25 ára og hefur verið aðalmarkvörður og fyrirliði Víðis í Garði undanfarin ár en hann er sonur Daníels Einarssonar sem var sem klettur í Vörn Víðis á árum áður.

Rúnar hefur æft með Grindavík undanfarnar vikur og staðið sig feikilega vel. Þar með hefur Rúnar komið við sögu hjá öllum Suðurnejsaliðunum því hann á skráða leiki fyrir Njarðvík og Reyni og var auk þess varamarkvörður Keflavíkur fyrir nokkrum árum.

Grindvík er því vel sett með markverði fyrir næsta sumar og munu Rúnar og Óskar Pétursson berjast um markmannsstöðuna ásamt hinum bráðefnilega Benóný Þórhallssyni.

Á myndinni eru Rúnar og Lúka Kostic þjálfari Grindavíkur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir