Ingó mćtti óvćnt í grunnskólann

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2009

Nú standa yfir þemadagar í grunnskólanum. Þegar nemendur skólans voru að gæða sér á kakósúpu með koddum í hádeginu birtist óvæntur gestur í sal skólans, hinn eini og sanni Ingó í Veðurguðunum. Þessi vinsæli tónlistarmaður var með gítarinn í farteskinum og tók nokkur af vinsælustu lögum sínum fyrir krakkana sem tóku hressilega undir.

Nemendur og kennarar mættu í íþróttabúningum í skólann í morgun og mátti sjá búninga allt frá Grindavík til Ipswich. Einnig sáust einstaka Liverpool og Manchester United búningar og einn Arsenal og einn Juventus, svo eitthvað sé nefnt.

Á morgun verður jólaföndur í grunnskólanum og þá getur að líta afrakstur þemadaganna í skólanum þar sem nemendum er skipt í hópa og raðað saman eftir mismunandi aldri.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir