Vísir og Morgunblađiđ fjalla um bćjarstjóramál

  • Fréttir
  • 27. nóvember 2009

Á fréttavefnum Vísi í gær og í Morgunblaðinu í morgun var fjallað um bæjarstjóramál Grindvíkinga en sem kunnugt er lætur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir af starfi bæjarstjóra um mánaðarmótin. Í frétt Vísis segir m.a.:

,,Bæjarstjóralaust verður í Grindavík eftir að Jóna Kristín Þorvaldsdóttir lætur af starfi bæjarstjóra um mánaðamótin ef hugmyndir bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins ná fram að ganga. Oddvitar meirihlutans og fjármálastjórinn bæjarfélagsins munu skipta með sér verkum.

Petrína Baldursdóttir, oddviti framsóknarmanna og formaður bæjarráðs, segir meirihlutann ekki hafa gengið frá samkomulagi um hvernig stjórn bæjarfélagsins verði háttað eftir að Jóna Kristín hættir. Það verði gert á allra næstu dögum.

Petrína segir að í ljósi þess hve skammt er í kosningar geri hugmyndir framsóknarmanna ráð fyrir því að í stað að ráða nýjan bæjarstjóra muni Jón Þórisson, fjármálastjóri Grindavíkur, taki að sér aukinn verkefni sem snúa að rekstri bæjarfélagsins. Auk þess muni Hörður Guðbrandsson, forseti bæjarstjórnar, og hún sem formaður bæjarráðs skipta með sér verkum sem snúa að pólitíkinni. "

Frétt Vísis má sjá hér: http://www.visir.is/article/20091126/FRETTIR01/679034557

Í Morgunblaðinu í morgun er viðtal við Jónu Kristínu. Þar segir m.a.:

,,Ég fer beint úr einu starfi í annað, af launum hjá bænum á laun hjá hinu opinbera. Réttlætiskennd mín segir mér að þiggja ekki biðlaun," segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sem lætur af starfi bæjarstjóra í Grindavík um komandi mánaðamót til að gerast sóknarprestur á Fáskrúðsfirði.

Jóna Kristín hefur tilkynnt að hún afsali sér þeim sex mánaða biðlaunum sem hún á rétt á samkvæmt ráðningarsamningi. Hún hefur verið bæjarstjóri í Grindavík á annað ár en var í sumar valin sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli í Fáskrúðsfirði.

Ólafur Örn Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri, var ráðinn út kjörtímabilið. Hann verður á biðlaunum fram í maí og sex mánuði þar til viðbótar.

Ekki hefur verið gengið frá því hver gegnir starfi bæjarstjóra það sem eftir er af kjörtímabilinu.

„Mér er verulega hlýtt til Grindavíkur og hefði gjarnan viljað klára þetta kjörtímabil en prestsembættið fyrir austan losnaði óvænt. Þetta er í þriðja skiptið síðan ég kom til Grindavíkur sem brauð losnar í minni heimabyggð. Ef ég hefði látið það vera núna að láta á þetta reyna, hefði sjálfsagt ekki orðið af því," segir Jóna Kristín.

Frétt Morgunblaðsins má sjá hér:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/27/rettlaetiskenndin_segir_mer_ad_thiggja_ekki_bidlaun/  


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!