Fjölmenning í Grindavíkurskóla

  • Fréttir
  • 26. nóvember 2009

Í gær hófust þemadagar í Grunnskóla Grindavíkur og standa þeir fram að helgi. Að þessu sinni er fjölmenning í öndvegi. Öllum nemendum skólans er skipt upp í aldursblandaða hópa sem vinna ýmis verkefni tengd eftirfarandi þjóðum: Tælandi, Filipseyjum, Ítalíu, Portúgal, Póllandi, Skotlandi, Japan, Serbíu, Færeyjum, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Króatíu, Írlandi og Suður Afríku. Í skólanum eru nemendur af þessum þjóðernum og eru þeir í viðeigandi hópum.

Nemendaráð mæltist til þess að allir klæddu sig upp í tilefni þemadaganna. Í gær mættu nemendur í náttfötum, í dag í litríkum fötu og á morgun eiga nemendur að mæta í íþróttafötum. Skemmtileg stemmning er í skólanum og hugmyndaflugið fær sannarlega að njóta sín.

Á laugardaginn verður sýning á afrakstri þemadaganna frá kl. 10.00 - 13.00. Á sama tíma er jólaföndur Foreldrafélagsins og því um að gera og skella sér í skólann og slá tvær flugur í einu höggi.

Fleiri myndir á http://skolinn.grindavik.is/myndir/0910/thema/themadagar/fimmtudagur/index.html


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir