Bjarni og Ólafur Hrafn Íslandsmeistarar í réttstöđulyftu

  • Fréttir
  • 21. nóvember 2009

Grindvíkingarnir Bjarni Einarsson og Ólafur Hrafn Ólafsson gerðu sér lítið fyrir og urðu Íslandsmeistarar í réttstöðulyftu um helgina en Íslandsmótið fór fram á Selfossi. Báðir kepptu fyrir líkamsræktarstöðina Massa í Reykjanesbæ þar sem þeir æfa en að sjálfsögðu segjast þeir hafa verið fulltrúar Grindavíkur á mótinu.

Ólafur Hrafn keppti í -90 kg flokki og lyfti 225 kg, 15 kg meira en sá sem varð í öðru sæti en þeir voru einu keppendurnir í þessum þyngdaflokki. Ólafur Hrafn setti met í unglingaflokki með því að
lyfta þessari þyngd.

Bjarni Einarsson keppti í 100 kg flokki og lyfti 245 kg eða 15 kg meira en næsti maður. Þrír keppendur voru í þessum þyngdarflokki. Bjarni gerði sér lítið fyrir og sló metið bæði í drengjaflokki og
unglingaflokki.

Myndir: www.kraft.is - en á þeim má sjá Grindvíkingana taka hressilega á því. Á myndinni fyrir neðan er Bjarni og neðst er Ólafur Hrafn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir