Matthías Örn gengur til liđs viđ Grindavík

  • Fréttir
  • 20.11.2009
Matthías Örn gengur til liđs viđ Grindavík

Grindavík fékk góðan liðsstyrk í dag þegar Dalvíkingurinn Matthías Örn Friðriksson skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Matthías Örn er 23ja ára gamall og hefur verið einn af lykilmönnum Þórs á Akureyri undanfarin ár. Hann hefur skoraði 7 mörk í 81 leik með Þór eftir að hann flutti til Akureyrar frá Dalvík en hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik 2006. Matthías Örn er öflugur miðjumaður sem var til reynslu hjá Grindavík á dögunum og stóð sig virkilega vel. Hann flytur til Grindavíkur um áramót.

Matthías Örn er þriðji leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grindavík frá því í haust en áður höfðu Auðun Helgason komið frá Fram og Alexander Magnússon frá Njarðvík. Þá má geta þess að Grétar Ólafur Hjartarson er farinn að æfa af fullum krafti eftir krossbandaslit og verður mikill liðsstyrkur fyrir Grindavík í sumar.

Grindavík hefur misst nokkra leikmenn. Eysteinn Hauksson hefur lagt skóna á hilluna, Óli Stefán Flóventsson er orðinn þjálfari Sindra og Þórarinn Kristjánsson fluttur til Noregs. Þá lánaði Grindavík Óttar Stein Magnússon til Hattar og félagið mun ekki endurnýja samning við Norðmanninn Tor Erik Moen, Frakkan Silvain Soumare, Englendinginn Ben Ryan Long og Helga Már Helgason. Alls hafa því átta leikmenn horfið á braut frá síðastliðnum sumri.

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 19. júlí 2018

Atvinna - Félagsmiđstöđin Ţruman

Íţróttafréttir / 12. júlí 2018

Rilany Da Silva til Atletico Madrid

Fréttir / 6. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Íţróttafréttir / 5. júlí 2018

Grindavíkurkonur á taplausri braut

Fréttir / 4. júlí 2018

Matseđill nćstu viku í Víđihlíđ

Fréttir / 3. júlí 2018

Víkurhóp - nýjar lóđir

Íţróttafréttir / 3. júlí 2018

Vinningaskrá Nafnalukka meistaraflokks kvenna

Fréttir / 2. júlí 2018

Atvinna - Bćjarstjóri Grindavíkurbćjar