Auglýsing um breytingar á ađalskipulagi Grindavíkur 2000 -2020 og tillögu ađ deiliskipulagi

  • Fréttir
  • 19. nóvember 2009

Auglýstar eru tillögur að þremur breytingum á aðalskipulagi auk tillögu að deiliskipulagi fyrir hesthúsabyggð ásamt umhverfisskýrslum. Aðalskipulagstillögurnar er auglýstar með vísan til 1. mgr 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br.

Deiliskipulagstillagan er auglýst skv. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Skipulagsuppdrættir, greinargerðir og umhverfisskýrslur munu liggja frammi til kynningar á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, í Grindavík frá 19. nóvember til 24. desember 2009.

Enn fremur eru tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Grindavíkurbæjar www.grindavik.is og til sýnis hjá Skipulagstofnun, Laugavegi 166, Reykjavík. Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillögurnar. Athugasemdir skulu vera skriflegar og skilað á skrifstofu Grindavíkurbæjar, Víkurbraut 62, fyrir 30. desember 2009. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingartillögunar innan tilskilins frests teljast samþykkir þeim.

Breytingarnar eru:

1. Suðurstrandarvegur, færsla á legu vegarins til norðurs. Tengingar við aðliggjandi vegi og vegslóða eru aðlagaðar nýrri veglínu. Breytingin gerir einnig ráð fyrir þremur nýjum efnistökusvæðum tengdum vegagerðinni. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var samþykkt í Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur þann 29. júní 2009 og í bæjarráði þann 22. júlí 2009.

2. Suðvesturlínur. Breytingin felst í nýrri línu samsíða núverandi háspennulínu (Reykjaneslínu). Einnig tengingu Svartsengislínu 1 við núverandi Fitjalínu við Rauðamel. Tengivirki við Rauðamel verður fjarlægt. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var samþykkt í Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur þann 31. mars 2009 og í bæjarstjórn þann 22. apríl 2009.

3. Hesthúsahverfi við Dagmálaholt. Nýju hesthúsahverfi er afmarkað svæði norðan við núverandi hesthúsahverfi. Vegtenging milli fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar og Austurvegar er færð til austurs. Um hringtorg við hlið undirganga er gerð tenging milli núverandi hesthúsahverfis og nýja hesthúsahverfisins. Jafnframt er vegurinn færður austur fyrir gámalosunar- og geymslusvæði bæjarins, merkt I2. Reiðleiðir og gönguleiðir eru skilgreindar nánar út frá nýju hesthúsahverfi, að mestu eftir nú þegar gerðum slóðum. Tillagan, ásamt umhverfisskýrslu, var samþykkt í Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur þann 17. júlí 2009 og í bæjarstjórn þann 22. júlí 2009.

4. Deiliskipulagstillaga fyrir hesthúsahverfi við Dagmálaholt. Deiliskipulagssvæðið er við Dagmálaholt vestan Húsafells. Reiknað er með tvískiptri uppbyggingu svæðisins, sitt hvoru megin við skeiðvöll og að fyrsti áfangi verði á svæði suðvestan reiðhallar ásamt reiðhöllinni sjálfri. Tillagan var samþykkt í Skipulags- og byggingarnefnd Grindavíkur þann 17. júlí 2009 og í bæjarstjórn þann 22. júlí 2009.

Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar

Hesthús - Aðalskipulagsbreyting

Hesthús - Deiliskipulagsbreyting Dagmalaholt 1 af 2

Hesthús - Deiliskipulagsbreyting Dagmalaholt 2 af 2

Hesthús - Umhverfisskýrsla

Suðurstrandarvegur - Aðalskipulagsbreyting

Suðurstrandarvegur - Umhverfisskýrsla

Suðvesturlínur - Aðalskipulagsbreyting

Suðvesturlínur - Umhverfisskýrsla


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir