Björgunarvesti fást á hafnarskrifstofunni

  • Fréttir
  • 18. nóvember 2009

Hafnarstjórn barst fyrirspurn vegna notkunar björgunarvesta barna sem eru að veiða á bryggjunni en slíkt hefur færst mjög í vöxt á þessu ári. Vitað er um eitt barn sem féll í sjóinn í sumar og var ekki í björgunarvesti en barninu tókst að bjarga sér upp stigann og slapp með skrekkinn. Á fundi hafnarstjórnar var því svarað til að björgunarvesti eru fáanleg á hafnarskrifstofunni og geta börn fengið þau lánuð þar.

Foreldrum skal bent á að börnin eru á bryggjunum á ábyrgð foreldranna, þar sem engar reglur eru til sem banna þeim að vera þar og hafnarstarfsmenn hafa ekki tök á að veita þeim fullt öryggi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir