Gilles Mbang Ondo leikmaður Grindavíkur sem á þrjá landsleiki að baki fyrir Gabon var ekki fjarri því að eiga möguleika að spila á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu í Suður-Afríku næsta sumar. Það hefði gerst ef Gabon hefði unnið Tógó í síðustu umferðinni í undankeppni HM um helgina og Marokkó unnið Kamerún. Það gekk ekki eftir.
Það var því lán í óláni að Gabon komst ekki á HM því annars hefði Grindavík getað misst Ondo frá sér í nokkrar vikur í byrjun keppnistímabilsins, ef hann hefði verið valinn í landsliðshópinn!