Danska, norska og sćnska

  • Fréttir
  • 13. nóvember 2009

Í hádeginu stóð Bókasafn Grindavíkur fyrir upplestri á kaffihúsinu Bryggjunni í tilefni af norrænu bókasafnsvikunni. Lesið var upp á dönsku, norsku og sænsku og þá voru sýndar myndir frá færeyskum kappróðri með færeyskri lýsingu sem vakti mikla lukku.

Kristín Mogensen kennari, sem er hálf dönsk, las brot úr Nýju fötin keisarans. Tengdadóttir hennar, Barbro Brönlund sem er norsk, las smásögu og Þorsteinn Gunnarsson, sem bjó í Svíþjóð í nokkur ár, las úr sænsku spennusöginni Luftslottet sem spränges eftir Stieg Larsson.

Gaman var að heyra norrænu tungumálin, þau eru að mörgu leyti ólík þegar hlustað er á þau en mjög svipuð þegar lesið er á prenti. Þetta var huggulegasta hádegi á Bryggjunni og þó nokkuð af fólki sem mætti til að hlýða á og hafði gaman af.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir