Ert ţú međ góđa viđskiptahugmynd? - Vantar ţig fjármagn?

  • Fréttir
  • 13. nóvember 2009

Eignarhaldsfélag Suðurnesja auglýsir eftir umsóknum um stuðning við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Stuðningurinn getur verið í formi láns eða hlutafjárkaupa og bæði til nýrra fyrirtækja sem og fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri á Suðurnesjum. Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. er í eigu íslenska ríkisins, Byggðastofnunar, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ýmissa fagfjárfesta. Félagið hefur ákveðið að ráðstafa allt að 150 milljónum til eflingar atvinnulífs á Suðurnesjum.

Aðkoma Eignarhaldsfélagsins getur verið í formi lána eða hlutafjárkaupa í félögum sem eru að hefja starfsemi eða fyrirtækja sem nú þegar eru með starfsemi á svæðinu.
Markmið félagsins er að skapa ný störf eða styðja við atvinnustarfsemi sem nú þegar veitir íbúum atvinnu á Suðurnesjum.

REGLUR UM AÐKOMU FÉLAGSINS ERU EFTIRFARANDI:

Markmið:
Styðja uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra á Suðurnesjum og/eða til endurskipulagningar og hagræðingar fyrirtækja sem þegar hafa starfsemi sína á svæðinu.

Mat á umsóknum:
Meta skal rekstur og/eða rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu, greiðslugetu fyrirtækis og tryggingar fyrir lánum, skuldastöðu og hlutfall eigin fjár í fyrirtæki, reynslu og þekkingu forsvarsmanna, fjölda skapaðra starfa, samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu.

Upphæð lána:
Upphæð láns skal aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur 10% af eigin fé Eignarhaldsfélags Suðurnesja m.v. ársreikning síðastliðins árs.

Fylgigögn:
Með umsókn skal fylgja : Viðskiptaáætlun og greinargerð, ársreikningar síðustu 2 ára ef við á, viðeigandi gögn svo meta megi veðhæfni svo sem þinglýsingarvottorð og vottorð frá Fasteignaskrá Íslands svo og önnur þau gögn sem mikilvæg eru til að taka afstöðu til umsóknarinnar. Ennfremur skal liggja fyrir LT-skýrsla fyrirtækis frá Creditinfo svo og einstaklingsskýrslur frá Creditinfo yfir þá einstaklinga sem eru í forsvari fyrir verkefnið.
Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja áskilur sér jafnframt rétt til þess að óska eftir frekari gögnum en talin eru upp hér að framan ef þess er talið þörf svo unnt sé að leggja mat á og afgreiða fyrirliggjandi umsóknir.

Lánshlutfall:
Lán skal aldrei vera hærra en sem nemur 50% af stofnkostnaði/kaupverði.

Lánakjör:
Vaxtakjör lána skulu vera sambærileg við það sem gerist á almennum markaði á hverjum tíma og taka mið af þeirri áhættu sem talið er að verkefnið beri með sér.

Lántökugjald:
Lántökugjald er 1,5% af lánsupphæð

Lánstími:
Lánstími er á bilinu 5-10 ár eftir eðli verkefna og skv. ákvörðun stjórnar í hverju tilfelli.

Reglur um hlutafjárkaup

Markmið:
Styðja uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra á Suðurnesjum og/eða til endurskipulagningar og hagræðingar fyrirtækja sem þegar hafa starfsemi sína á svæðinu.

Mat á umsóknum:
Meta skal rekstur og/eða rekstrarhorfur fyrirtækis, fjárhagsstöðu, reynslu og þekkingu forsvarsmanna, fjölda skapaðra starfa, samkeppnissjónarmið og gildi fyrir uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu. Við mat á umsóknum skal m.a. litið til þess að verkefnið feli í sér ásættanlega ávöxtunarmöguleika og arðsemi fjármagns með hliðsjón af þeirri áhættu sem í því felst. Þess skal og gætt að verkefnið valdi ekki óeðlilegri samkeppni gagnvart öðrum fyrirtækjum á svæðinu.

Upphæð hlutafjárkaupa:
Eignarhaldsfélag Suðurnesja skal aldrei verða stærri aðili í félagi en sem nemur 25% af heildarhlutafé. Þá skal kaup í einstöku félagi aldrei nema hærri fjárhæð en sem nemur 10% af eigin fé Eignarhaldsfélags Suðurnesja m.v. ársreikning síðastliðins árs. Eignarhaldsfélag Suðurnesja leggur ekki fram sitt framlag nema fjármögnun félagsins sé að fullu tryggð.

Fylgigögn:
Með umsókn skal fylgja : Viðskiptaáætlun og greinargerð þar sem fram koma upplýsingar um tilgang félagsins og væntanlega starfsemi þess, hvar starfsemin fari fram, helstu stjórnendur og starfsfólk ásamt menntun og/eða reynslu, upplýsingar um markað sem sótt er á og helstu samkeppnisaðila, ársreikningar síðustu 2 ára ef við á og önnur þau gögn sem mikilvæg eru til að taka afstöðu til umsóknarinnar. Rekstraráætlun næstu 2 ára skal liggja fyrir. Leggja skal fram einstaklingsskýrslur frá Creditinfo yfir þá einstaklinga sem eru í forsvari fyrir verkefnið og ef umsækjandi er með starfandi fyrirtæki skal leggja fram LT-skýrslu fyrirtækis frá Creditinfo.
Stjórn Eignarhaldsfélags Suðurnesja áskilur sér jafnframt rétt til þess að óska eftir frekari gögnum en taldar eru upp hér að framan ef þess er talið þörf svo unnt sé að leggja mat á og afgreiða fyrirliggjandi umsóknir.

UMSÓKN UM LÁN PDF
uMSÓKN UM HLUTAFÉ PDF

Umsóknum skal skila til:
Eignarhaldsfélag Suðurnesja
Tjarnargötu 12
230 Reykjanesbær

Ennfremur má senda umsóknir í rafrænu formi á formann stjórnar Eignarhaldsfélagsins bodvar.jonsson@reykjanesbaer.is

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir