Petrína formađur SSS - Ýmsar ályktanir samţykktar

  • Fréttir
  • 11. nóvember 2009

Petrína Baldursdóttir formaður bæjarráðs var kjörin formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á dögunum. Hún tók við af Garðari Vilhjálmssyni hjá Reykjanebæ. Ýmsar ályktanir voru samþykktar á fundinum og má lesa þær í heild hér:

Ályktun um atvinnumál á Suðurnesjum

Aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 17. október 2009, skorar á alþingi og ríkisstjórn að tryggja eðlilegan framgang atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum.
Aðalfundurinn krefst þess að ríkisstjórnin afturkalli nú þegar ákvörðun umhverfisráðherra sem tefur vinnu við raforkulagnir um Suðurnes. Uppbygging atvinnulífsins á Suðurnesjum er háð línulögnum og öll töf á lagningu þeirra er atlaga að uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu.
Mesta atvinnuleysi á landinu er á Suðurnesjum, auk þess sem meðaltekjur íbúa á svæðinu eru undir landsmeðaltali. Þörfin fyrir uppbyggingu og ný, vel launuð störf er því hrópandi. Fundurinn krefst þess að ríkisstjórn og alþingi leggist á árarnar með sveitarstjórnarmönnum, verkalýðsfélögum og atvinnurekendum á svæðinu og stuðli að því að ný atvinnutækifæri líti dagsins ljós.
Ef ráðherrar ríkisstjórnarinnar vinna með Suðurnesjamönnum, geta þúsundir manna fengið að nýju atvinnu og aðrir notið betur launaðra starfa strax um næstu áramót.

Ályktun um kostnaðarmat á flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaga

Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 17. október 2009, skorar á ríkisstjórn Íslands og félagsmálaráðherra að framkvæma heildstætt mat á þjónustuþörf fyrir fatlaða á Suðurnesjum áður en kostnaðarmat vegna flutnings málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga fer fram.
Ljóst er að framlög ríkisins til málefna fatlaðra á Suðurnesjum hafa verið í hrópandi ósamræmi við framlög til annarra svæða á landinu. Framlög til Reykjaness á hvern íbúa eru 24% lægri en landsmeðaltal.
Sambandið fer fram á að kostnaðarmatið verði gert á raunverulegum forsendum, þ.e. samkvæmt þjónustuþörfinni og lögbundnum rétti fatlaðra en miðist ekki við þau framlög sem veitt hafa verið til svæðisins og enn síður við þann sára niðurskurð sem við blasir í fjárlögum næsta árs.



Ályktun um heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum

Aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ 17. október 2009, skorar á þingmenn kjördæmisins og heilbrigðisráðherra að tryggja jafnræði í heilbrigðisþjónustu í landinu. Í Garði, Vogum og Sandgerði hefur heilsugæslustöðvum verið lokað, en í þeim sveitarfélögum búa samtals um 4.500 manns. Sambærilega stór sveitarfélög búa öll við heilsugæslu. Íbúar á Suðurnesjum eiga rétt á því að búa við jafngott aðgengi að heilbrigðisþjónustu og önnur landssvæði.
Gríðarleg fjölgun íbúa hefur verið á Suðurnesjum á síðustu árum og opinber þjónusta á borð við heilsugæslu og sjúkrahússtarfsemi verður að taka mið af slíkum samfélagsbreytingum. Þrátt fyrir nauðsynlega hagræðingu í ljósi efnahagsaðstæðna, þá er mikilvægt að sá niðurskurður sem átt hefur sér stað og mun eiga sér stað verði ekki til þess að draga úr grunnþjónustu HSS enda ljóst að fjárveitingar til HSS á undanförnum árum hafa ekki verið í takt við íbúafjölgun á svæðinu. Það er því krafa aðalfundarins að stofnunin fái nauðsynlegt fjármagn til reksturs ársins 2009-2010 og einnig til framtíðar, svo tryggja megi góða heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.


Ályktun um samgöngumál

Aðalfundur Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum, haldinn í Reykjanesbæ þann 17. október 2009, leggur áherslu við stjórnvöld að þau standi við gefin loforð um að ljúka við gerð Suðurstrandarvegar. Minnir fundurinn á að stjórnvöld hafi áður gefið loforð um verkefnið og lok þess. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikilvæg vegtengingin er Suðurkjördæmi með tilliti til atvinnusvæða og ferðaþjónustu.
Einnig telur fundurinn mikilvægt að lokið verði verði breikkun Grindavíkurvegar og Sandgerðisvegar og hafist verði handa við breikkun Garðskagavegar og Vatnleysustrandarveg. Minnt er á mikilvægi þess að lýsa upp stofnvegi á Suðurnesjum. Aukning umferðar á vegunum kallar á lausn hið fyrsta.
Fundurinn bendir á mikilvægi þess að hugað séð að lausnum fyrir reiðvegi og umferð hjólreiðarfólks.
Skorar fundurinn á yfirvöld að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautar frá Fitjum að flugstöð Leifs Eiríkssonar og frá Hvassahrauni til Hafnarfjarðar. Unnið verði að því að byggja mislæg gatnamót og huga að vegtengingum við nýja byggð á Vallarheiði. Einnig bendir fundurinn á mikilvægi þess að hugað verði að vegi sem nær frá Fitjum í Reykjanesbæ til Grindavíkur. Vegurinn mun stytta leiðina á milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar og tengja atvinnusvæðin enn betur saman. Mikilvægt er að vegurinn um Vatnsleysu verði endurbættur.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir