Grindavík tapar í bragđdaufum leik

  • Fréttir
  • 28. maí 2004

Grindavík tapađi fyrir Fylki á heimavelli sínum í kvöld, 0-2. Sćvar Ţór Gíslason og Ţorbjörn Atli Sveinsson skoruđu mörk gestanna í seinni hálfleik, en ţau komu bćđi eftir herfileg mistök í vörn Grindvíkinga.

Leikurinn fór rólega af stađ og var fátt markvert á seyđi framan af ţar sem liđin héldu sig til hlés og voru lítt ógnandi.
Á 15. mínútu slapp Grétar Hjartarson inn fyrir vörn Fylkis, en Bjarni Ţórđur Halldórsson, markvörđur, hljóp langt út á völlinn og varđi skot Grétars laglega.
Stuttu síđar skall hurđ nćrri hćlum Grindvíkinga ţegar Sćvar Ţór komst inn í vítateig heimamanna og átti gott skot á nćrstöng, en Albert Sćvarsson gerđi mjög vel í ađ verja.
Leikurinn var tíđindalítill eftir ţađ allt ţar til skammt var til leikhlés, en ţá fékk Gestur Gylfason kjöriđ tćkifćri til ađ koma Grindavík yfir. Hann fékk eitrađa sendingu fyrir markiđ frá Orra Frey Óskarssyni, en Bjarni í marki Fylkis varđi glćsilega.
Fleira markvert gerđist ekki í fyrri hálfleik sem var lítiđ fyrir augađ og virtust liđin rög viđ ađ leita fram á völlinn.

Í upphafi seinni hálfleiks virtist ađeins lifna yfir sóknarleiknum án ţess ţó ađ ţau sköpuđu sér almennileg fćri ţar til Sinisa Kekic glatađi boltanum klaufalega í vörninni og Ţorbjörn Atli gaf  inn á Sćvar Ţór sem tók boltann viđstöđulaust og setti boltann af miklu öryggi í markiđ.
Eftir markiđ lifanđi yfir sóknarleik Grindvíkinga ţar sem Kekic fćrđi sig úr vörninni í framlínuna og Óskar Hauksson kom inná í vinstri bakvörđinn.

Viđ ţessi skipti efldist sóknin en ţađ var á kostnađ varnarinnar sem átti eftir ađ verđa ţeim dýrkeypt 10 mínútum síđar ţegar Óskar átti misheppnađa sendingu yfir völlinn sem lenti á tánum á Sćvari Ţór á miđsvćđinu. Sćvar skeiđađi upp allan völlinn međ boltann og komst inn í teiginn ţar sem hann sendi góđan bolta inn á markteig ţar sem Ţorbjörn Atli kom ađvífandi og jók muninn í tvö mörk.

Grindvíkingar settu eftir ţađ mikla pressu á Fylki og áttu góđ fćri ţar sem Ray Anthony Jónsson átti ţrumuskot úr Aukaspyrnu af löngu fćri og svo ţegar Grétar slapp einn í gegn á 79. mín. eftir frábćra sendingu frá Sinisa Kekic. Grétar renndi boltanum framhjá Bjarna Ţórđi en hann fór naumlega framhjá og ţar viđ sat. Grindvíkingar töpuđu sínum fyrsta leik í sumar og geta kennt varnarmistökum um ţví ađ ţeir áttu heilt yfir ekki minna í leiknum en Fylkismenn.

Zeljko Sankovic, ţjálfari Grindavíkur, sagđi tapiđ mikil vonbrigđi. ?Viđ vorum ađ spila vel í leiknum og misnotum dauđafćri í fyrri hálfleik, en ţegar mađur missir af svona fćri er erfitt ađ vinna sig upp. Fylkir fengu of mikiđ út úr mistökum sinna manna, en svona er fótboltinn!?
Zeljko bćtti ţví viđ ađ hann og hans menn leggđu sig alla fram um ađ spila góđan bolta og spáđi ţví ađ ţeim myndi ganga betur á nćstunni. ?Viđ erum alltaf ađ bćta okkur og vinnum hörđum hönum og búumst viđ enn betra í nćstu leikjum.?


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál