Auđun til Grindavíkur

  • Fréttir
  • 29. október 2009

Einn leikreyndasti varnarmaðurinn í úrvalsdeildinni, Auðun Helgason, skrifaði undir tveggja ára samning við Grindavík í dag. Auðun lék með Fram undanfarin tvö ár. Hann hefur leikið víða á löngum ferli, þar á meðal 35 landsleiki fyrir Ísland. og sem atvinnumaður á Norðurlöndunum. Auðun sagði eftir undirskriftina að hann væri afar spenntur að spila með Grindavík.

,,Jújú, það er mikið af góðum sóknarmönnum og teknískum leikmönnum hérna. Liðið á tvo leikmenn inni sem spiluðu ekkert í sumar. Grétar Ólafur spilaði ekkert og sama má segja um Markó í vörninni. Hann er 19 ára gamall og mjög öflugur. Svo eru Ray og allir þessir strákar auk þess sem við erum með mjög efnilegan markmann. Nú þurfum við bara að stilla saman okkar strengi og fá stöðugleika í varnarleik liðsins. Þá erum við með sóknarmenn sem geta skorað mörk á móti hvaða liði sem er," sagði Auðun í dag við fótbota.net


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir