Afar fróđleg Maritafrćđsla

  • Fréttir
  • 28. október 2009

Svokölluð Maritafræðsla fór fram í Grunnskóla Grindavíkur á mánudaginn bæði fyrir nemendur í 7. og 8. bekk og foreldra. Samtökin á Íslandi hafa í mörg ár komið til Grindavíkur við góðan orðstýr. Magnús Stefánsson forvarnarfulltrúi hélt fyrirlestur að morgni til fyrir nemendurna en um kvöldið fyrir foreldra.

Magnús hefur áður komið til Grindavíkur með Maritafræðsluna og á hún svo sannarlega erindi enn í dag enda góð vísa aldrei of oft kveðin. Magnús fór m.a. yfir skaðsemi kanabisefna sem eru ávanabindandi og stórskaðleg, hann fór yfir skaðsemi vímuefna og sýndi átakanlega mynd um fórnarlömb vímuefnaneyslunnar og þar kom m.a. skýrt fram að kanabisefni eru ekki síður stórskaðleg en sterkari efni.

Páll Ólafsson félagsráðgjafi í Grindavík flutti einnig erindi sem vakti án efa marga foreldra í Grindavík til umhugsunar. Hjá Páli kom m.a. fram að hann hefði áhyggjur af unglingadrykkju og þá fór hann yfir ýmislegt sem tengist facebook og netinu. Hins vegar hrósaði hann unglingum í Grindavík fyrir hversu opin og skemmtileg þau eru.

Óhætt er að segja að fræðslan hafi náð vel til unglinganna sem og foreldranna. Um 50 foreldrar mættu á fyrirlesturinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!