Áfram ókeypis ćfingagjöld

  • Fréttir
  • 27. október 2009

Nú í hádeginu var skrifað undir endurskoðaða samninga við deildir UMFG. Samningar þessir fjalla um framkvæmd barna og unglingastarfs, afnot deildanna af íþróttamannvirkjum Íþróttamiðstöðvar Grindavíkur og annan fjárstuðning Grindavíkurbæjar við deildirnar UMFG sem felst m.a. í að foreldrar þurfa ekki að greiða æfingagjöld fyrir börnin sín. Með unglingastarfi er átt við börn og unglinga frá 6 ára til og með 16 ára aldri.

Bæjarráð fól sérstakri nefnd að yfirfara samningana fyrr á árinu og voru lagðir til ákveðnar breytingar á þeim sem m.a. fólu í sér leiðréttingu á styrkupphæðum til deildanna og jafnræðis hvað varðar aldursskilgreiningar. Í fyrri samningum var ákvæði um vístölu hækkun styrkupphæða en í ljósi efnahagsástandsins náðist samkomulag við deildirnar um breytingu á því ákvæði og verða styrkupphæðir nú óbreyttar út samningstímann sem er til lok árs 2010.

Til undirritunar mættu;
f.h. knattspyrnudeildar, Þorsteinn Gunnarsson formaður
f.h. körfuknattsleiksdeildar, Ágústa Sigurgeirsdóttir, frá unglingaráði
f.h. fimleikadeildar, Sigrún Þorbjörnsdóttir, gjaldkeri
f.h. sunddeildar, María Jóhannsdóttir, formaður
f.h. júdódeildar, Helena Sandra Antonsdóttir, gjaldkeri.
f.h. taekwondódeildar, Þorgerður H. Elíasdóttir, formaður.

Það var svo bæjarstjóri, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sem skrifaði undir fyrir hönd bæjarins, með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

Myndirnir voru teknar við undirskriftina en þangað mættu einnig iðkendur úr öllum deildum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir