Er tími Grindvíkinga runninn upp?

  • Fréttir
  • 26. október 2009

Í Morgunblaðinu í dag er körfuknattleikslið Grindavíkur kynnt. Þar segir m.a.: ,,Vorið 1996 fagnaði Grindavík Íslandsmeistaratitlinum í körfubolta karla eftir úrslitaeinvígi við grannaliðið úr Keflavík. Grindavík rauf þar einokun Keflavíkur og Njarðvíkur sem höfðu skipst á um að landa þessum titli frá árinu 1991. Grindavík hefur ekki náð að endurtaka leikinn frá vorinu 1996 þrátt fyrir að liðið hafi verið vel skipað og komið sér í færi til að ná alla leið.

S.l. vor fékk Grindavík gullið tækifæri til þess að landa Íslandsmeistaratitlinum í oddaleik gegn KR í DHL-höllinni. KR sigraði 84:83 í þeim leik en Grindvíkingar voru með boltann í síðustu sókn leiksins og höfðu tækifæri til þess að skora. En sóknin rann út í sandinn án þess að liðið næði að skjóta á körfuna. Eflaust hafa leikmenn, þjálfarinn og stjórnarmenn verið að ergja sig á þeirri staðreynd eitthvað fram eftir sumri.

Grindvíkingar verða án efa í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði í íslenskum körfubolta í vetur."

Jafnframt er viðtal í Morgunblaðinu við Friðrik Ragnarsson, þjálfara Grindavíkur. Þar segir í fyrirsögn að Grindavík glími við óvenjulegt vandamál því sóknarleikurinn sé veikleiki liðsins þessa dagana!


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!