Grindavík fćr Njarđvík í heimsókn - Ómar ćtlar sér stóra hluti

  • Fréttir
  • 23. október 2009

Fyrsti heimaleikur Grindavíkur í úrvalsdeild karla í körfubolta verður í Röstinni í kvöld, föstudag kl. 19:15, þegar nágrannarnir í Njarðvík koma í heimsókn. Þetta verður án efa hörku slagur enda bæði lið með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Nýjasti liðsmaður Grindavíkur, Ómar Sævarsson, sem kom frá ÍR, ætlar sér stóra hluti með Grindavík í vetur.

Óhætt er að segja að Ómar taki hlutina með trompi. Líf hans snýst fyrst og fremst um körfubolta og þar sem hann gekk til liðs við Grindavík var ekkert annað í stöðunni en að flytjast í plássið. Hingað er hann fluttur ásamt unnustu sinni og er sestur hér að.

„Mér líst rosalega vel á Grindavík. Strákarnir í liðinu eru frábærir og bæjarbúar virkilega notalegir. Hér er fólk greinilega tilbúið til þess að hjálpa hvert öðru. Um daginn fór ég á N1 til þess að kaupa málningu. En hún var ekki til og þá tók maðurinn í búðinni sig til og hringdi í málara í Grindavík og hann reddaði mér nokkrum lítrum sem mig vantaði. Hvenær myndi þetta gerast í Breiðholtinu? Aldrei. Ég fíla vel svona smábæjarbrag þar sem allir þekkja alla. Hér er fullt af fólki búið að stoppa mig út á götu og bjóða mig velkominn," segir Ómar.

Markmið Ómars er einfalt: Að vinna allt sem hægt er að vinna með Grindavík.

„Allt annað væri bara lélegt, við eigum að setja markið hátt. Grindavík er með mjög sterkt lið þar sem er samansafn af reynsluboltum og efnilegum yngri strákum. Grindavík hentar vel mínum leikstíl. Ég er ekki stór og þungur, ég vil hlaupa og það vilja líka strákarnir í liðinu og því fell ég vel inn í þetta," sagði Ómar Sævarsson. 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!