Stebbi og Eyfi međ tónleika í Saltfisksetrinu 6. nóvember

  • Fréttir
  • 22. október 2009

Þeir félagar Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson eða Stebbi & Eyfi eins og þeir kalla sig dags daglega munu halda tónleika í Saltfisksetri Íslands föstudagskvöldið 6. nóvember n.k. Þar munu þeir kumpánar flytja eigin lög og lög úr annarra ranni og segja sögur af sjálfum sér og úr bransanum.

Ekki þarf að kynna þá félaga sérstaklega, en þeir eru eins og allir vita tveir af afkastamestu laga- og textasmiðum Íslands og hafa sent frá sér ótal lög og texta, bæði saman og í sitt hvoru lagi. Þeir hafa flutt lög einsog: Hjá þér, Nína, Undir þínum áhrifum, Þú fullkomnar mig, Góða ferð, Álfheiður Björk, Ég lifi í draumi, Danska lagið, Í fylgsnum hjartans, Ástarævintýri (á Vetrarbraut), Fiðrildi, Dagar, Pínulítið lengur, Og svo er hljótt o.m.fl.

Tónleikarnir 6. nóvember n.k. hefjast kl. 21:00 og er miðaverð kr. 2.500. Þess má geta að hverjum miða fylgir gjöf. Annaðhvort geisladiskur þeirra félaga „Nokkrar notalegar ábreiður", sem kom út í október 2006, eða tónleikadiskur Eyjólfs (DVD) „Maður lifandi", sem einnig kom út í október 2006 (á meðan birgðir endast).

Forsala aðgöngumiða hefst 22. október í Saltfisksetrinu á opnunartíma eða í síma 420 1190.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun