Heilsugćsla Kómedíuleikhússins í Grindavík

  • Fréttir
  • 22. október 2009

Kómedíuleikhúsið á Ísafirði er á leið í leikferðalag suður á bóginn með leikritið Heilsugæsluna. Leikritið verður sýnt í Grindavík 29. október í leikhúsi GRAL. Elfar Logi Hannesson, Kómedíuleikstjóri og annar af leikurum verksins, segir að sýningin hafi slegið í gegn vestra en hún hefur einnig vakið athygli víða um land.

„Sýningin hefur vakið mikla lukku og athygli og við höfum fengið fyrirspurnir alls staðar af landinu um hvort Heilsugæslan komi ekki á viðkomandi staði. Það er einmitt það sem okkur langar til að gera fara um landið." Aðspurður hvort aðstandendur verksins hafi búist við slíkum vinsældum segir Elfar Logi þær hafa verið vonum framar.

„Þetta hefur komið mjög á óvart, það er ekki hægt að neita því. Maður veit jú aldrei áður en maður leggur af stað hvernig verkinu verður tekið. Áhorfendur hafa sýnt það í verki með að mæta í leikhúsið en uppselt hefur verið í Arnardal frá byrjun og mjög góð aðsókn á þeim stöðum sem við höfum opnað útibú Heilsugæslunnar. Við hlökkum mikið til að taka vaktir á Heilsugæslunni um land allt."

„Íslendingar hafa löngum státað af besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við hrósum okkur yfir háum meðalaldri, þjónustu í hæsta gæðaflokki og frábærum læknum. En er kerfið eins gott og af er látið? Er það hugsanlega farið að vinna gegn tilgangi sínum? Er aukinni eftirspurn sjúkdóma svarað með meira framboði? Hvaða tilgangi þjónar góð heilsa? Metum við líf í magni eða gæðum?", segir á vef Kómedíuleikhússins.

Menningarráð Vestfjarða styrkir Heilsugæsluna.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir