Landsćfing Landsbjargar í Grindavík á laugardaginn

  • Fréttir
  • 20. október 2009

Landsæfing Slysavarnafélagins Landsbjargar verður haldin laugardaginn 24. október á Reykjanesi og verður Grindavík í aðalhlutverki. Það verða björgunarsveitir á Reykjanesi sem halda æfinguna. Verkefni verða við allra hæfi eins og tækjaverkefni, fjallabjörgun, rústabjörgun, leitartækni, hundar, fyrstahjálp og almenn verkefni.

Að sögn Otta Rafns Sigmarssonar hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík er landsæfing sem þessi haldin á tveggja ára fresti. Alls eru rétt rúmlega 300 þátttakendur skráðir á æfinguna. Um 60 manns eru í yfirstjórn og sjá um að æfingin gangi vel fyrir sig og þá eru um 70 manns í hlutverki sjúklinga.

,,Undirbúin hafa verið mörg fjölbreytt og skemmtileg verkefni við allra hæfi. Hópar munu því leysa mörg verkefni yfir daginn. Allt frá slösuðum manni í Þorbirni og til stórrar sprengingar í loðnubræðslu í Sandgerði og allt þar á milli. Við verðum á Ægisandi og Eldvörpum svo eitthvað sé nefnt. Um 20 manns koma frá Björgunarsveitinni Þorbirni og um 20 unglingar úr Hafbjörg sem leika sjúklinga. Landsæfingin mun setja mikinn svip á Grindavík á laugardaginn. Þess má geta að Slökkvilið Grindavíkur tekur þátt í æfingunni með okkur," segir Otti Rafn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!