Nýr leikmađur karlaliđsins í körfubolta - Sló í gegn međ Harlem Globetrotters

  • Fréttir
  • 16. október 2009

Kvennalið Grindavíkur í körfubolta tapaði gegn Íslandsmeisturum Hauka á Ásvöllum í gærkvöldi með 75 stigum gegn 68. En karlalið Grindavíkur sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum hefur leik í kvöld og sækir Tindastól heim á Sauðárkróki. Bandaríkjamaðurinn sem Grindavík teflir fram  í vetur heitir Amani Daanish og hann hefur á afreksskránni að hafa spila um hríð með sýningarliðinu heimsfræga Harlem Globetrotters.

,,Ég gat ekki neitað þessu enda einstakt tækifæri að sjá eitthvað af heiminum með þessu skemmtilega liði. Ég fór í einn túr með þeim og þetta var mikið ævintýri. Mitt hlutverk var að troða og það gekk vel og vakti athygli. Ég þénaði vel, lífsstílinn var fínn og þetta var skemmtilegt í byrjun. En við spiluðum á hverju einasta kvöldi og þegar leið á varð þetta leiðingjarnt. Ég fann að þetta var ekki það sem ég vildi og ákvað því að láta þar við sitja. En þetta var ævintýri. Yfirleitt var leikurinn fyrirfram ákveðin sýning en inn á milli fengum við að leika okkur," segir Amani.

Ekki verður annað sagt en leikmaður sem hefur leikið með Harlem Globetrotters og Grindavík hafi hina þokkalegustu ferilsskrá!

En hvernig líst Amani á Grindavík?
,,Þetta er minnsti bær sem ég hef búið í. En mér líkar hér vel og er kominn hingað til þess að bæta mig sem leikmann, ég ætla að koma mér á næsta stig. Ég þakka Grindavík fyrir þetta tækifæri, ég mun ekki valda ykkur vonbrigðum."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir