Bćndaglíman og lokahóf GG á laugardaginn

  • Fréttir
  • 15. október 2009

Nú er komið að árlegu bændaglímu og lokahófi Golfklúbbs Grindavíkur. Herlegheitin verða laugardaginn 17. október. Leiknar verða 13 holur (með Ryder-fyrirkomulagi) og er um holukeppni að ræða.

Mæting er kl 11:30 og er áætlað að byrja á öllum teigum kl 12:00. Gestir að sjálfsögðu velkomnir í mótið.
Lokahófið hefst svo í golfskálanum um kvöldið kl 20:30 en þær stöllur, Bubba og Gréta sjá um að elda dýrindis málsverð fyrir félagsmenn og gesti. Þátttökugjald á lokahófið er 1.000 kr fyrir gesti en frítt fyrir alla félaga. Greiða skal gjaldið í golfskálanum þegar mætt er á lokahófið. Þeir sem eru öflugir gítaristar mega endilega koma með gítarinn sinn og leggja þannig sitt af mörkum til fjöldasöngs.

Þá vill GG minna á að hið vinsæla happdrætti verður venju samkvæmt á lokahófinu þar sem dregnir verða út veglegir vinningar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir