Anna Ţórunn, Elínborg og Sara skrifa undir samninga

  • Fréttir
  • 15. október 2009

Gunnar Magnús Jónsson þjálfar áfram kvennalið GRV næstu tvö árin en skrifað var undir samning í Grindavík í gærkvöldi. Gunnar Magnús hefur stýrt GRV undanfarin tvö ár með góðum árangri. Hann kom liðinu upp í úrvalsdeild í fyrra og undir hans stjórn varð GRV í 7. sæti Pepsideildarinnar í sumar.

 

Þá skrifuðu þrír af lykilmönnum GRV undir nýja samninga, Grindvíkingarnir Anna Þórunn Guðmundsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir og Sara Hrund Helgadóttir. Þótt ungar séu að árum eru þær lykilleikmenn í GRV. Anna Þórunn og Elínborg eru 19 ára og Sara Hrund 16. Anna Þórunn á að baki 33 landsleiki með U17 og U19 ára landsliðum Íslands og Elínborg 30. Sara Hrund hefur leikið 10 landsleiki með U17 ára landsliðinu.

GRV ætlar að styrkja liðið fyrir næsta keppnistímabil með nýjum leikmönnum.

Grindavík, Reynir og Víðir hafa verið með sameiginlegan meistaraflokk kvenna undanfarin þrjú ár en samstafið er nú til endurskoðunar þar sem Víðir hefur dregið sig úr GRV.

Mynd:
Frá vinstri: Anna Þórunn, Elínborg, Sara Hrund og Gunnar eftir undirskriftina í gærkvöldi.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir