Jósef skorađi sigurmark Íslands á Grindavíkurvelli

  • Fréttir
  • 14. október 2009

Grindvíkingurinn Jósef Kristinn Jósefsson var hetja U21 árs landsliðs Íslands sem sigraði Norður-Írland á Grindavíkurvelli í gær með tveimur mörkum gegn einu. Jósef kom inn á sem varamaður eftir klukkutíma leik og skoraði annað mark Íslands sem reyndist sigurmarkið í leiknum.

Grindvíkingurinn Óskar Pétursson sat á varamannabekk Íslands allan tímann. Grindvíkingurinn Alfreð Finnbogason sem spilar nú með Breiðablik lék fyrstu 55 mín. leiksins. Grindavíkurvöllur leit ótrúlega vel út miðað við að komið sé fram í miðjan október. Á fjórða hundrað manns mættu á leikinn.

Heimamaðurinn Jósef Kristinn var ánægður með markið sem hann skoraði eftir að hann kom inn á sem varamaður en hann skoraði úr frekar þröngu færi.

,,Þetta var alger draumur í dós. Ég vil auðvitað nýta þau tækifæri sem ég fæ sem allra best og því gott að skora," sagði Jósef. ,,En það mikilvægasta var auðvitað að vinna leikinn," sagði hann við Fréttablaðið.

Á myndinni fyrir neðan fagna íslensku landsliðsstrákarnir Jósef eftir að hann skoraði markið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir