Grindavík spáđ titlinum

  • Fréttir
  • 13. október 2009

Grindavík er spáð Íslandsmeistaratitlinum í karlaflokki  en 4.-5. sæti í kvennaflokki í hinni árlegu spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna í Iceland Express-deildunum í körfuknattleik sem birt var í dag. Breiðabliki og FSu er spáð falli úr Iceland Express-deild karla og Njarðvík og Snæfell verða í neðstu tveimur sætunum hjá konunum samkvæmt spánni.

 

Fátt kom í raun á óvart í hinni árlegu spá, enda eru menn farnir að gera sér þokkalega grein fyrir styrkleika liðanna. Það vekur kannski eilitla athygli að liðin sem spáð er Íslandsmeistaratitlum í ár léku til úrslita um titlana á vormánuðum; Grindavík tapaði fyrir KR í karlaflokki og KR laut í lægra haldi gegn Haukum hjá konunum.

Iceland Express-deild karla, spá (hæsta gildi 432, lægsta gildi 36):
1. Grindavík 418 stig
2. Snæfell 358 stig
3. KR 343 stig
4. Njarðvík 339 stig
5. Keflavík 312 stig
6. Stjarnan 246 stig
7. ÍR 214 stig
8. Tindastóll 193 stig
9. Fjölnir 121 stig
10. Hamar 113 stig
11. FSu 91 stig
12. Breiðablik 90 stig

Iceland Express-deild kvenna, spá (hæsta gildi 192, lægsta gildi 24):
1. KR 180 stig
2. Hamar 166 stig
3. Keflavík 133 stig
4.-5. Grindavík 112 stig
4.-5. Haukar 112 stig
6. Valur 69 stig
7. Snæfell 55 stig
8. Njarðvík 37 stig


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir