Halldór ánćgđur međ Trommarann 2009

  • Fréttir
  • 12. október 2009

Eins og greint var frá hér á heimasíðunni fyrir helgi stóð Halldór Lárusson, trommari og kennari við Tónlistarskóla Grindavíkur, fyrir sýningunni Trommarinn 2009 á laugardaginn í sal Tónlistasal FÍH í Reykjavík. Að sögn Halldórs gekk sýningin framar björtustu vonum en alls mættu um 500 manns á sýninguna.

,,Við renndum blint í sjóinn með þetta en ég er mjög sáttur. Þarna kom fólk víða að gagngert til þess að kynna sér allt sem við kemur trommuleik eins og t.d. frá Akureyri. Stefnt er að því að þetta verði árlegur viðburður," segir Halldór

Þeir sem stigu á stokk voru Matthías Hemstock og Helgi Svavar Helgason, Gunnlaugur Briem, Ragnar Sverrisson, Arnar Þór Gíslason, Steingrímur Guðmundsson ásamt Guðna Finnssyni bassaleikara, Einar Valur Scheving og Gísli Galdur, Hrafnkell Örn Guðjónsson og Áskell Másson.

Hljóðfæraverslanirnar Rín, Hljóðfærahúsið/Tónabúðin og Tónastöðin sýndu það nýjasta í trommum og slagverki. Trommusmiðirnir Ingvi Ingvason (Arcs Drums), Þorleifur Jóhannsson og Halldór Lárusson sýndu afurðir sínar og 20 heppnir gestir fengu glæsilega vinninga frá Trommari.is og ofangreindum hljóðfæraverslunum.

Síðast en ekki síst var Guðmundur ,,papa jazz" Steingrímsson heiðraður og veitt heiðursviðurkenning fyrir ævistarf sitt og framlag til íslenskrar tónlistar en hann kenndi á trommur við Tónlistarskóla Grindavíkur um skeið.

Myndirnar voru teknar á sýningunni um helgina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir