Fjölgar aftur á atvinnuleysisskrá

  • Fréttir
  • 12. október 2009

Alls voru 116 atvinnulausir í Grindavík í september samanborið við 100 í júlí, 54 karlar og 62 konur. Mest var atvinnuleysið í maí en þá voru 118 á atvinnuleysisskrá. Frá því í mars hafa um og yfir 100 manns verið á atvinnuleysisskrá sem er um 3 prósent en í upphafi árs voru 55 á atvinnuleysisskrá og hefur því fjölgað um helming frá ársbyrjun.

Atvinnuleysi er nú mest á landinu á Suðurnesjum eða 12,1%. Meðalfjöldi atvinnulausra á Suðurnesjum í september síðastliðnum var 1,352.

Ef skiptingin er skoðuð eftir sveitarfélögum í lok september þá voru 116 atvinnulausir í Grindavík, 1.115 í Reykjanesbæ, 127 í Sandgerði, 90 í Garði og 74 í Vogum.

Skráð atvinnuleysi á landinu öllu var 7,2% í september síðastliðnum eða að meðaltali 12,145 manns. Minnkar atvinnuleysi um 9,3% að meðaltali frá ágúst eða um 1,242 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,3%, eða 2.229 manns.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál