Stórtónleikar í Grindavíkurkirkju í kvöld

  • Fréttir
  • 30. september 2009

Sannkallaðir stórtónleikar verða í Grindavíkurkirkju í kvöld kl. 20:00 þegar sjálfur hetjutenórinn Jóhann Friðgeir Valdimarsson einsöngvari syngur ásamt Kór Grindavíkurkirkju nokkur vel valin lög undir stjórn Kára Allanssonar og Tómasar Guðna Eggertssonar. Ókeypis er inn á tónleikana.

Kári og Tómas Guðni munu báðir leika einleik á orgelið.

Tilefni tónleikanna er tvíþætt, annars vegar minnumst við 100 ára afmæli gömlu kirkjunnar við Kirkjustíg og hins vegar bjóðum við nýjan organista Kára Allansson velkominn og kveðjum fráfarandi organista Tómas Guðna Eggertsson.

Jóhann Friðgeir Valdimarsson söngvari er fæddur í Reykjavík. Söngferil sinn hóf hann árið 1995 í Söngskólanum í Reykjavík hjá Garðari Cortes. Kennarar hans voru síðan Magnús Jónsson, Bergþór Pálsson og Þuríður Pálsdóttir sem hann lauk hjá 8. stigs prófi vorið 1998. Sama ár fór hann til náms í Mílanó hjá prófessor Giovanna Canetti, yfirkennara hjá Conservatori Giuseppi Verdi. Hann sótti líka einkatíma hjá M. Angelo Bertacchi í Modena og M. Franco Ghitti í Brescia. Jóhann Friðgeir hefur sungið fjölda einsöngstónleika á Íslandi og meginlandi Evrópu þar sem hann hefur ávallt fengið framúrskarandi viðtökur og dóma.

Jóhann Friðgeir hefur gefið út þrjá hljómdiska frá árunum 2001, 2002 og 2006.

Undanfarið hefur hann sungið mörg aðalhlutverk úr óperuheiminum bæði hér heima og erlendis en þeirra á meðal eru; G.Verdi: Alfredo úr La Traviata, Macduff úr Macbeth, Radames úr Aida. G.Puccini: Cavaradossi úr Toscu, Pinkerton úr Madama Butterfly. Bizet: Don José úr Carmen. Shostakovich: Sinowi úr Lady Macbeth of Mtsensk. Mossorgsky: Dmitri/Grigorij úr Boris Godunov ásamt fjölda sálumessa.

Framundan erlendis hjá Jóhanni Friðgeir eru hlutverk Pinkerton úr Madama Butterfly og Cavaradossi úr Tosca eftir G. Puccini, Radames úr Aida og Ismaele úr Nabucco eftir G. Verdi. Canio úr Pagliacci eftir R. Leoncavallo. Turiddu úr Cavalleria Rusticana eftir P. Mascagni og Lohengrin úr Lohengrin eftir R.Wagner auk fjölda tónleika.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!