Lestrarhestar í Fornuvör

  • Fréttir
  • 29. september 2009

Fyrir skömmu var tilkynnt hverjir eru ,,lestrarhestar sumarsins" hjá Bókasafni Grindavíkur. Svo skemmtilega vildi til að allir lestrarhestarnir búa í Fornuvör! Það er greinilega mjög gaman hjá krökkunum í Fornuvör sem eru svona skemmtilega fróðleiksþyrstir.

Lestrarhestarnir heita Katrín Lóa Sigurðardóttir, Eyrún Eyfjörð Svanþórsdóttir og Silja Rós Viðarsdóttir.
Alls skráðu sig til leiks 67 krakkar en 41 skiluðu inn einni eða fleiri lesinni bók (alls voru lesnar 313 bækur) og fengu happadrættismiða í staðinn og fá líka viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.

Mynd: Lestrarhestarnir í Fornuvör með viðurkenningarskjalið frá bókasafninu, Katrín Lóa, Eyrún Eyjörð og Silja Rós (ef smellt er á myndina er hægt að stækka hana upp).


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir