Sauđburđur í september

  • Fréttir
  • 28. september 2009

Það hljóp á snærið hjá Theódór Vilbergssyni rollubónda síðastliðið laugardagskvöld þegar ærin Rjúpa bar tveimur lömbum. Annað lambið er hrútur sem fékk nafnið Stormur, hitt lambið er gimbur sem fékk nafnið Slydda en nafnagiftin vísar til þess óveðurs sem geisaði þegar lömbin komu í heiminn á laugardagskvöldið.

Sauðburður er sem kunnugt alla jafna á vorin. En ærin Rjúpa bar ekki í vor og var hún þá sett út með hrútunum í viku eða svo í vor. Það kom því Theódóri ekki á óvart að hún skyldi bera nú þótt hann hafi ekki átt endilega von á því.

Rjúpa, Stormur og Slydda voru ekki mikið fyrir myndatöku þegar heilsað var upp á þau í dag en augljóst að móður og lömbum heilsast vel.

Þess má geta að faðirinn heitir Týr. Um helgina festi Theódór svo kaup á nýjum hrút og fékk hann nafnið Óðinn.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir