Bćjarfulltrúar kynna sér framkvćmdir á golfvellinum

  • Fréttir
  • 27. september 2009

Fimmtudaginn þann 24. september bauð stjórn Golfklúbbs Grindavíkur fulltrúum bæjarstjórnar Grindavíkurbæjar á kynningarfund um stækkun Húsatóftavallar. Eins og flestum er eflaust kunnugt, þá hefur Grindavíkurbær stutt vel við bakið golfklúbbnum undanfarin ár með miklum myndarskap. Á síðastliðnu ári styrkti Grindavíkurbær klúbbinn um 51 milljón króna til uppbyggingar á 18 holu golfvelli. Styrkur þessi er greiddur út á þremur árum, sú fyrsta árið 2008.

Síðastliðna mánuði hafa staðið yfir framkvæmdir við stækkun á vellinum og eru þær í samræmi við áætlanir. Af því tilefni ákvað stjórnin að bjóða bæjarfulltrúum á fund til að kynna fyrir þeim hvernig framkvæmdum er háttað, hver framtíðarsýn klúbbsins er og ekki síst að sjá með eigin augum hvernig styrktarfénu sem bærinn lét af hendi, með miklum rausnarskap, er varið eftir því sem fram kemur á heimasíðu GG.

Fundurinn hófst á því að formaður klúbbsins fór yfir þá þætti og áætlanir sem hafðar eru til hliðsjónar varðandi stækkunina og þá helstu kostnaðarliði sem vænta má við slíkt verk. Að kynningu lokinni gengu bæjarfulltrúar með stjórnarmönnum um svæðið til að sjá með eigin augum stöðu framkvæmda undir leiðsögn Páls Erlingssonar, formanns golfklúbbsins. Góður rómur var gerður að þessu framtaki klúbbsins og voru bæjarfulltrúar sammála um að stærð og umfang stækkunarinnar hafi komið þeim á óvart og að vel hafi til tekist með þær framkvæmdir sem þegar hafa unnist. Voru menn mjög bjartsýnir á að völlurinn muni verða allur hinn glæsilegasti þegar fram líða stundir enda um mjög metnaðarfullt verk að ræða.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir