Malbikunarframkvćmdir á Suđurstrandarvegi

  • Fréttir
  • 23. september 2009

Í þessari viku verður hafist handa við að leggja bundið slitlag á fimmtán kílómetra kafla á Suðurstrandarvegi, frá Þorlákshöfn og niður í Selvog. Samkvæmt verkáætlun verktakans NKH-verktakar á Ísafirði verður svo byrjað að vinna við veginn vestan við Selvog um áramót og kaflinn að Krýsuvík kláraður næsta sumar.

Eins og greint var frá á heimasíðunni á dögunum á aðeins eftir að bjóða út 15 km kafla frá Krýsuvíkurvegi að Ísólfsskóla en nú er ljóst að hann verður ekki boðinn út í haust eins og til stóð. Að sögn Svans Bjarnasonar, svæðisstjóra Suðursvæðis hjá Vegagerð ríkisins, getur hann engu svarað til um á þessari stundu hvenær þessi áfangi verður boðinn út. Í upphafi ársins stóð til að bjóða hann út nú í haust en það er ljóst að það verður ekki vegna niðurskurðar á fjármagni til vegamála og alls óljóst hvort það verður á næsta ári.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir