Lokahóf fótboltans 3. október í íţróttahúsinu

  • Fréttir
  • 18. september 2009

Ball ársins, lokahóf knattspyrnudeildar Grindavíkur, fer fram laugardaginn 3. október nk. í íþróttahúsinu og verður það stærsta frá upphafi. Bibbinn sér um matinn í glæsilega skreyttum sal, hljómsveitin Á móti sól með Magna í broddi fylkingar sér um fjörið, skemmtiatriði verða á heimsmælikvarða og skemmtikraftar stíga á stokk. Happdrættið verður á sínum stað.

 

Miðaverð er það sama og í fyrra eða 5.500 kr. Þeir sem vilja bara skella sér á ballið borga 2.500 kr.
Miðasala verður nánar auglýst síðar.

Fundur vegna 2. flokks
Boðað er til fundar um málefni 2. flokks karla í knattspyrnu í Gula húsinu mánudaginn 21. september kl. 20:00.
Fundarefni: Á að tefla fram sameiginlegu liði með Njarðvík næsta sumar?
Þjálfari 2. flokks og fulltrúar knattspyrnudeildar fara yfir sumarið. Fyrirspurnir og umræður.
Leikmenn, foreldrar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru boðnir sérstaklega velkomnir. Hér er tækifærið til að tjá skoðanir sínar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir