Frábćr frumsýning hjá GRAL

  • Fréttir
  • 14. september 2009

Leikhópurinn GRAL frumsýndi í gær barna- og fjölskylduleikritið MEÐ HORN Á HÖFÐI. Uppselt var á sýninguna og fjöldi barna mætt til að fylgjast með. Sýningin heppaðst í alla staði mjög vel og var aldrei dauður punktur. Leikararnir stóðu sig mjög vel og náðu þeir að halda athygli sýningargesta allan tímann.

Fyrirfram mátti kannski reikna með því að yngstu börnin myndu ekki halda út svona sýningu en góður leikur, góð sviðsmynd, mjög skemmtileg tónlist svo ekki sé minnst á skemmtilegan og spennandi söguþráð gerðu það að verkum að sýningin rann ljúft í gegn. Enda fór svo að í lok sýningar fengu leikarar, leikstjóri og leikritshöfundar mikið og gott lófaklapp fyrir.

Fyrir Grindvíkinga er gaman sjá hvernig leikritshöfundar ná að tengja staðhætti og nöfn persóna við Grindvíska sögu. Óhætt er að segja að þetta sé sannkallað barna- og fjölskylduleikrit því frumsýningargestir komnir af barnsaldri skemmtu sér konuglega á sýningunni. Eins og fyrr segir er tónlistin í sýningunni mjög skemmtileg og er hægt að kaupa leikskrá og geisladisk með lögunum fyrir aðeins 2.000 kr.

Er GRAL-leikhópnun óskað innilega til hamingju með leikverkið og er vonandi að sem flestir Grindvíkingar gefi sér tíma til að sjá sýninguna. Að geta boðið börnunum sínum í atvinnuleikhús í heimabyggð eru forréttindi og tímanum vel varið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir