Sólveig Dagmar sýnir í Saltfisksetrinu

  • Fréttir
  • 27. ágúst 2009

Sólveig Dagmar Þórisdóttir myndlistamaður, grafískur hönnuður og menningarmiðlari opnar yfirlitssýningu sína DJÚPIÐ í Saltfisksetrinu í Grindavík, laugardaginn 29. ágúst 2009 klukkan 16:00. Þar verða sýnd nokkur helstu málverk Sólveigar, sem hafa verið unnin undanfarin misseri. Verkin sýna inn í hugarheim listamannsins og eru unnin flest með olíu

Sólveig Dagmar er fædd í Reykjavík árið 1960. Hún stundaði nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands og síðan meistaranám í hagnýtri menningarmiðlun við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Sólveig hefur flest sín ár starfað á Íslandi meðal annars við málun. Málverkið hefur því alltaf verið ofarlega í huga listamannsins. Í dag starfar Sólveig m.a. sem myndlistamaður á Korpúlfsstöðum í Reykjavík og er meðlimur í Korpart listhópnum.


Sólveig vakti athygli meðal annars fyrir ljósmynda- og gjörningasýninguna För Hersins, sem sýnd var í Landsbókasafni Háskólabókasafni Þjóðarbókhlöðu í byrjun árs 2008. Þar leitaðist hún við að fá sýningargesti til að tjá sig á fjóra striga, um veru og för hersins á Miðnesheiði. Vakti sýningin mikla athygli landsmanna. Sú sýning var síðan sett upp í Bíósalnum í Duushúsum í Reykjanesbæ sama ár. Sólveig hefur einnig sýnt í Þjóðminjasafninu í Reykjavík.


Aldrei áður hefur Sólveig sett upp yfirlitssýningu sem sýna hluta af málverkum hennar. Það er því vel þess virði að leggja leið sína á yfirlitssýninguna DJÚPIÐ í Saltfisksetrinu í Grindavík. Sýningin stendur til 17. september 2009. Opið er frá 11:00 til 18:00.

Verið velkomin.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir