Trjám plantađ austan viđ Ţorbjörn

  • Fréttir
  • 26. ágúst 2009

Að undanförnu hefur trjám verið plantað í austurhlið Þorbjarnar skammt frá Grindavíkurvegi en það hefur ekki verið gert áður á þessum stað. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig sú trjárækt gengur en búið er að planta 7700 trjám við Þorbjörn í sumar í sérstöku atvinnuátaki.

Vinnumálastofnun samþykkti átaksverkefni í sumar, annars vegar til að hreinsa út úr Festi og hins vegar til að fegra umhverfið í hlíðum Þorbjarnar og gróðursetja og gekk hvort tveggja mjög vel.

Myndin var tekin við gróðursetninguna við Þorbjörn í morgun.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir