HULDUKONAN Í SJÓBÚĐINNI

  • Fréttir
  • 7. apríl 2004

Sjómenn hjá Einari G. Einarssyni, kaupmanni í Garđhúsum sváfu á vertíđum í gamalli bađstofu sem kölluđ var Norđur-Gjáhús; voru ţar oft um 10 karlmenn og sváfu ţeir tveir og tveir í rúmi.
Kvöld eitt var formađurinn ásamt einum sjómanni sínum og rekkjufélaga lengi niđri í naustum og voru allir sofnađir er ţeir komu heim í sjóbúđina, ţví ađ klukkan var langt gengin 12. Ţeir kveiktu á borđlampa nálćgt rúminu og fóru ţegar ađ hátta. Sjómađurinn las dálitla stund eins og hann var vanur áđur en hann fór ađ sofa.
Eftir litla stund lagđi hann frá sér bókina og ćtlađi ađ slökkva ljósiđ. Ţá heyrđi hann ađ gengiđ var inn göngin. Ţótti honum ţađ undarlegt ţar sem ţeir höfđu lokađ bćnum ađ innanverđu eins og venja var. Svo var hurđin opnuđ og inn kom ung stúlka. Gekk hún inn ađ rúmi ţeirra félaga og stansađi ţar á gólfinu. Hún var í peysufötum, dökkhćrđ, međ mikiđ hár og dökk augu, rjóđ í kinnum og lagleg.
Sjómanninum fannst ţetta kynlegt ţar sem hann ţekkti hvert mannsbarn í Grindavík en hafđi aldrei séđ stúlku ţessa áđur. Hún horfđi á sjómennina litla stund, kom síđan aftur og stađnćmdist fyrir framan rúm ţeirra og leit á ţá einu sinni enn; sá sjómađurinn greinilega andgufu hennar fyrir ljósiđ. Ađ ţessu búnu gekk hún til dyra, opnađi hurđina og fór en hallađi henni aftur mjög gćtilega.
ţá datt sjómanninum í hug ađ elta hana, rauk ţegar fram úr rúminu, setti skó á sig lauslega og fór í skyndi á eftir henni fram göngin. Ţegar hann kom til útidyra voru ţćr lokađar ađ innan eins og venjulega. Leitađi hann hennar ţá í göngunum, en ţar var ekkert ađ sjá. Fór hann ţá út úr bćnum og í kring um hann en engin manneskja var sjáanleg.

RAUĐSKINNA I 27


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir