Grindvíkingur vikunnar - Gunnhildur Björgvinsdóttir

  • Fréttir
  • 24. ágúst 2009

Grunnskólinn hefst á morgun og því þurfa grunnskólabörn að fá sér ýmislegt í skólatöskuna áður en kennsla hefst. Mikið mæðir því á Bókabúð Grindavíkur sem líkt og ávallt áður þjónustar Grindvíkinga þegar kemur að skólavörunum. Verslunarstjóri Bókabúðarinnar er Gunnhildur Björgvinsdóttir, betur þekkt sem Ginna, og svaraði hún nokkrum spurningum sem Grindvíkingur vikunnar.

Nafn? Gunnhildur Björgvinsdóttir.
Fjölskylduhagir? Gift Símoni, við eigum þrjú börn og þrjú barnabörn.
Starf? Verslunarstjóri Bókabúðarinnar og Vínbúðarinnar í Grindavík.
Uppáhalds-
...maturinn?
Hryggur með öllu tilheyrandi.
...drykkurinn? Mjólk.
...staðurinn? Grindavík.
...leikarinn? Helga Braga.
...bókin? Ég er lesblind og þar með les ég helst ekkert, nema það allra nauðsynlegasta.
...íþróttamaðurinn? Emil Daði.
...liðið? Grindavík.
Ef þú værir ein á eyðieyju í eitt ár. Hvaða fimm hluti tækir þú með þér? Útvarp, mjólk, rúm, tannkrem og tannbursta.
Hvað er best við Grindavík? Allt.
Er ekki stemmning í bókabúðinni þegar skólarnir byrja og nóg að snúast? Jú, þetta er einn skemmtilegasti tíminn og þetta er mín vertíð.
Eruð þið í samstarfi við grunnskólann með innkaupalista? Já, við fáum lista frá skólanum og bætum við vörum ef eittvað vantar.
Hvaða er vinsælast í ár? Það er ekki neitt eitt vinsælla en annað, fólk kaupir það sem stendur á listanum og það er flott.
Eitthvað að lokum? Ég vona að fólkið sem verslar við mig sé sátt við verðið. Auðvitað hefur allt hækkað en ég hvet fólk að skoða verðið í öðrum verslunum. Ég hef sjálf kíkt í kringum mig og ég held að ég sé alveg með gott verð miðað við stærð búðar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir