Frćđslufundur um ýmislegt tengt sauđfjárrćkt

  • Fréttir
  • 20. ágúst 2009

Búnaðarsamtök Vesturlands boða sauðfjáreigendur á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum til fræðslufundar um skýrsluhald í sauðfjárrækt, gæðastýringu, lambadóma og starfsemi Sauðfjársæðingastöðvarinnar í Borgarnesi. Fundurinn verður haldinn í Saltfisksetri Íslands, Hafnargötu 12a, Grindavík, 25. ágúst n.k. og hefst kl. 20.

Með þessum fundi er ætlunin að hvetja fjáreigendur á svæðinu til stóraukinnar þátttöku í sameiginlegu sauðfjárskýrsluhaldi landsmanna auk þess að efla tengsl Búnaðarsamtaka Vesturlands við fjáreigendur á svæðinu. Jafnframt verður kynnt þjónusta sem Búnaðarsamtökin bjóða upp á s.s. ómmælingar og dóma á lömbum, sauðfjársæðingar og fleira.

Sauðfjáreigendur og aðrir velunnarar sauðfjárræktar eru hvattir til að mæta á fundinn og eiga saman góða stund um sameiginlegt áhugamál, blessaða sauðkindina.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál