Sćkir um Kolfreyjustađaprestakall

  • Fréttir
  • 18. ágúst 2009

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, er meðal þeirra þriggja sem sóttu um Kolfreyjustaðarprestakall, sem er í hennar heimabyggð.  Umsækjendur voru kynntir í dag en umsóknarfrestur rann út á föstudag. Embættið er veitt frá 1. september næstkomandi.

Jóna Kristín tilkynnti meirihlutanum í bæjarstjórn ásamt stjórn Samfylkingarfélags Grindavíkur um ákvörðun sína í gær.

Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára að fenginni umsögn valnefndar. Valnefnd skipa níu manns úr prestakallinu ásamt prófasti Austfjarðaprófastsdæmis.

Aðrir umsækjendur eru Hólmgrímur Elís Bragason, sem undanfarin ár hefur þjónað á Reyðarfirði og Hornafirði. Þóra Ragnheiður Björnsdótir, cand. theol. sótti einnig um.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir