Innritun í Tónlistarskólann ţriđjudag kl. 16-18

  • Fréttir
  • 17. ágúst 2009

Innritun fyrir haustönn í Tónlistarskóla Grindavíkur fer fram þriðjudaginn 18. ágúst frá kl. 16-18. Kennsla hefst svo 25. ágúst. Að þessu sinni verður sú breyting á að Tónlistarskóli Grindavíkur verður gjaldfrjáls, þ.e. að ekki þarf að greiða skólagjöld og má búast við meiri aðsókn fyrir vikið.

Í vor voru samþykktar nýjar skólareglur Tónlistarskólans í Grindavíkur þar sem tekið verður upp punktakerfi. Þær eru eftirfarandi:

Skólareglur
1. Nemanda ber að sýna kennurum, samnemendum og starfsfólki skólans kurteisi og virðingu.
2. Nemanda ber að mæta stundvíslega, vel undirbúinn og með öll námsgögn í kennslustund.
3. Ef nemandi forfallast ber að láta viðkomandi kennara vita með SMS eða símtali með góðum fyrirvara.
4. Nemendum ber að taka þátt í tónleikum og tónfundum eins og skólinn kveður á um og að fylgja þeim siðareglum á tónleikum sem skólin hefur að leiðarljósi.
5. Nemandi/foreldrar bera ábyrgð á að nemandi mæti stundvíslega.
6. Skemmdir á eignum skólans (húsnæði, hljóðfærum) varða brottrekstri.
7. Nemanda ber að ganga vel um skólann og hengja upp útifatnað.
8. Nemendum ber að nota biðstofu á meðan beðið er eftir kennslustund og hafa ekki hávaða á göngum skólans.
9. Nemendur hafa ekki aðgang að síma tónlistarskólans.
10. Útleigð hljóðfæri eru á ábyrgð nemanda/foreldra. Verði hljóðfæri fyrir tjóni ber nemandi/foreldri kostnað af viðgerð eða endurnýjun.
Punktakerfi
Mætir ekki í kennslustund:................................................. 2 punktar
Mætir of seint:.................................................................... 1 punktur
Mætir án námsgagna:......................................................... 1 punktur
Mætir óundirbúin:................................................................1 punktur
Viðvörun gefin eftir 5 punkta.
Vikið úr skóla eftir 10 punkta.
Punktakerfi gildir út hverja önn. Við upphaf nýrrar annar er nemandi punktalaus.
Lágmarkseinkunn í hljófæragreinum og fræðigreinum er 6.0 samkvæmt námsskrá. Nemandi þarf að ná lágmarkseinkunn til að vera öruggur með áframhaldandi nám.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir